Þeir sem til þekkja vita að ég hef málræpu. Því, eins og búast mátti við, er ég snúinn aftur. Eða þannig. Fyrir þá sem ekki vita þá eyddi ég gamla blogginu v.þ. að nemendur mínir voru greinilega orðnir á meðal minna helstu lesenda. Það er frekar spes að kenna annars vegar í háskóla (þ.e.a.s. fullorðnu fólki) og hins vegar að vinna á geðdeild og verða reglulega fyrir átroðslu (fullorðinna) nemenda utan vinnu en aldrei frá sjúklingunum.
Hver er þá heilbrigður? Jæja, jæja, með endurkomunni verður ritstjórnarstefnan einnig endurskoðuð, fréttir úr sveitinni og svo flýtur máske eitthvað annað með ef ég verð í stuði. Minna tuð og meira stuð sumsé.
Stundir bestar.
Friday, July 27, 2007
Subscribe to:
Comments (Atom)
