Ég ákvað að fara betur yfir flugupplýsingarnar vegna flugsins á morgun. Ég hef nefnilega stundum misst af flugi v.þ. að ég ruglaðist á tímum. Það var sumsé eins gott að ég gerði þetta því að ég hafði staðið í þeirri trú að brottför frá Kef væri 21.25. Það aftur á móti lendingartíminn í Alicante. Brottför 14:25. Þarna var ég nú heppinn.
Annars sit ég hér heima og er að reyna að tjónka við þetta andskotans Web-CT drasl til að láta mína kæru nemendur vita af því að kennsla hefjist seinna hjá mér en öðrum kennurum. Ég er nú ekkert algjört fífl á tölvur en ég get samt sem áður ekki sagt að þetta sé sérlega notendavænt umhverfi. PIFF!
Annars sá ég dálítið magnað í fyrradag.... konu sem bakkaði bíl eftir speglum. Það gekk bara vel hjá henni.
Allamalla, það styttist í sólina svo að það er bara að hanga á geðheilsunni þangað til, stundir bestar.
Sunday, August 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)

1 comment:
Góða ferð! Ef þú rekst á Dorada bjór þarna uppá meginlandinu þá er möst að smakka gripinn.
Post a Comment