Sunday, October 28, 2007

Procrastination

Hver er íslensk þýðing á procrastination?
Mér er í það minnsta nokkuð tamt að tala um að prókrastínera en einhverra hluta vegna man ég ekki íslenska orðið yfir þetta. Nema það sé ekki til. Landinn náttúrulega svo dugandi alla tíð. Hér dugði ekkert hik, þá náðist hvorki hey í hús né fiskur á land. Nei, þá var sko ekki prókrastínerað.
En nú er öldin önnur, þess vegna datt mér í hug að blogga núna þegar ég var búinn með alla aðra forðunarhegðun sem gæti hliðrað mér við að ganga frá prófinu sem ég er að fara að halda á morgun. Mikið þoli ég ekki að halda próf. Ég koðna niður undir ásökunaraugnaráðum nemenda. Samt sýnist mér stefna í að prófið á morgun verði lauflétt. Það er þó líklega ekki að marka hvað mér finnst.
(innsk. - gengur hliðrun sem þýðing á procrastination?)
Æi, fer ekki Law & Order að byrja?

1 comment:

Anonymous said...

Frestun