Thursday, October 11, 2007

Einkunnir

Er að fara að skila af mér einkunnum úr fyrsta stöðuprófi vetrarins í almennri sálfræði í fyrramálið. Eins og mér þykir ágætt að kenna þá er þetta leiðinlegasti hlutinn. Þetta venst reyndar en það er bara svo fjandi ergilegt þegar fólk horfir á mann eins og það sé á einhvern hátt mér að kenna að það stendur sig illa.
Allt um það þá er þetta einfaldlega hluti af jobbinu og venst. Eða þarf allavegana að venjast.
Annað sem ætti ekki að vera hluti af starfinu finnst mér þó hálfu verra. Það er að rekast á nemendur á förnum vegi sem láta eins og það sé stórmerkilegt að maður skuli gefa sér tíma fyrir eitthvað annað en að hugsa um þau. Get a grip!
Rakst á eina í ræktinni í gærkvöld sem spurði út í prófið, ég sagði sem var að ég gæti ekki svarað þar sem ég hefði ekki lokið við að fara yfir það.
Kvahh! og bara í ræktinni!! Svaraði hún að bragði.
Sem er óþolandi fyrir tvær sakir sérstaklega. Annars vegar var ég búinn að segja að þau fengju einkunnirnar á morgun föstudag. Hins vegar er það undarleg blanda kjánaskapar, vanþroska og tilætlunarsemi að halda að maður taki sér aldrei frí.
Enda svaraði ég henni einhverju rugli alveg gersamlega út í hött. Þótti það skárri kostur en að bíta af henni hausinn. Allamalla þá fær þessi 50 nemenda hópur einkunnirnar sínar til baka á sléttri viku svo það er ekki mikið að kvarta yfir.
Eins og þessi pistill ber með sér er ég hins vegar drullupirraður, enda er lágmark að maður sé látinn í friði þegar maður er að reyna að slappa af og hrista skrokkinn aðeins.
Annars:
Plan helgarinnar
Big band Samma Sam annað kveld
Sprengjuhöllin lau kveld

stundir bestar

No comments: