Hver er íslensk þýðing á procrastination?
Mér er í það minnsta nokkuð tamt að tala um að prókrastínera en einhverra hluta vegna man ég ekki íslenska orðið yfir þetta. Nema það sé ekki til. Landinn náttúrulega svo dugandi alla tíð. Hér dugði ekkert hik, þá náðist hvorki hey í hús né fiskur á land. Nei, þá var sko ekki prókrastínerað.
En nú er öldin önnur, þess vegna datt mér í hug að blogga núna þegar ég var búinn með alla aðra forðunarhegðun sem gæti hliðrað mér við að ganga frá prófinu sem ég er að fara að halda á morgun. Mikið þoli ég ekki að halda próf. Ég koðna niður undir ásökunaraugnaráðum nemenda. Samt sýnist mér stefna í að prófið á morgun verði lauflétt. Það er þó líklega ekki að marka hvað mér finnst.
(innsk. - gengur hliðrun sem þýðing á procrastination?)
Æi, fer ekki Law & Order að byrja?
Sunday, October 28, 2007
Thursday, October 11, 2007
Einkunnir
Er að fara að skila af mér einkunnum úr fyrsta stöðuprófi vetrarins í almennri sálfræði í fyrramálið. Eins og mér þykir ágætt að kenna þá er þetta leiðinlegasti hlutinn. Þetta venst reyndar en það er bara svo fjandi ergilegt þegar fólk horfir á mann eins og það sé á einhvern hátt mér að kenna að það stendur sig illa.
Allt um það þá er þetta einfaldlega hluti af jobbinu og venst. Eða þarf allavegana að venjast.
Annað sem ætti ekki að vera hluti af starfinu finnst mér þó hálfu verra. Það er að rekast á nemendur á förnum vegi sem láta eins og það sé stórmerkilegt að maður skuli gefa sér tíma fyrir eitthvað annað en að hugsa um þau. Get a grip!
Rakst á eina í ræktinni í gærkvöld sem spurði út í prófið, ég sagði sem var að ég gæti ekki svarað þar sem ég hefði ekki lokið við að fara yfir það.
Kvahh! og bara í ræktinni!! Svaraði hún að bragði.
Sem er óþolandi fyrir tvær sakir sérstaklega. Annars vegar var ég búinn að segja að þau fengju einkunnirnar á morgun föstudag. Hins vegar er það undarleg blanda kjánaskapar, vanþroska og tilætlunarsemi að halda að maður taki sér aldrei frí.
Enda svaraði ég henni einhverju rugli alveg gersamlega út í hött. Þótti það skárri kostur en að bíta af henni hausinn. Allamalla þá fær þessi 50 nemenda hópur einkunnirnar sínar til baka á sléttri viku svo það er ekki mikið að kvarta yfir.
Eins og þessi pistill ber með sér er ég hins vegar drullupirraður, enda er lágmark að maður sé látinn í friði þegar maður er að reyna að slappa af og hrista skrokkinn aðeins.
Annars:
Plan helgarinnar
Big band Samma Sam annað kveld
Sprengjuhöllin lau kveld
stundir bestar
Allt um það þá er þetta einfaldlega hluti af jobbinu og venst. Eða þarf allavegana að venjast.
Annað sem ætti ekki að vera hluti af starfinu finnst mér þó hálfu verra. Það er að rekast á nemendur á förnum vegi sem láta eins og það sé stórmerkilegt að maður skuli gefa sér tíma fyrir eitthvað annað en að hugsa um þau. Get a grip!
Rakst á eina í ræktinni í gærkvöld sem spurði út í prófið, ég sagði sem var að ég gæti ekki svarað þar sem ég hefði ekki lokið við að fara yfir það.
Kvahh! og bara í ræktinni!! Svaraði hún að bragði.
Sem er óþolandi fyrir tvær sakir sérstaklega. Annars vegar var ég búinn að segja að þau fengju einkunnirnar á morgun föstudag. Hins vegar er það undarleg blanda kjánaskapar, vanþroska og tilætlunarsemi að halda að maður taki sér aldrei frí.
Enda svaraði ég henni einhverju rugli alveg gersamlega út í hött. Þótti það skárri kostur en að bíta af henni hausinn. Allamalla þá fær þessi 50 nemenda hópur einkunnirnar sínar til baka á sléttri viku svo það er ekki mikið að kvarta yfir.
Eins og þessi pistill ber með sér er ég hins vegar drullupirraður, enda er lágmark að maður sé látinn í friði þegar maður er að reyna að slappa af og hrista skrokkinn aðeins.
Annars:
Plan helgarinnar
Big band Samma Sam annað kveld
Sprengjuhöllin lau kveld
stundir bestar
Sunday, September 30, 2007
Góður sunnudagur
Klukkan er 12:30, Bærinn og allur fjörðurinn skarta milljónum litbrigða af gulu og rauðu og veðrið er fallegt haustveður. Hornið af Pollinum sem ég sé út um gluggann minn er spegill. Undirleikur er í höndum Pink Floyd, hvað gæti verið meira viðeigandi?
Síðan ég kom heim frá Spáni fyrir ca. 3 vikum hef ég varla litið upp úr vinnu. Nú gæti einhver haldið að mér þætti það verra en merkilegt nokk þá er þetta mikil blómatíð. Mikið að gera á sjúkrahúsinu (full vinna) og nóg að gera í kennslu í HA þar sem ég er með heilsusálfræði í fyrsta skipti (næ að vera ca. einum kafla á undan nemendum) og almenna sálfræði sem ég er nú að keyra í þriðja sinn og því að sjóast. Svo er ég einhvers konar co-pilot í félagssálfræði sem er mögulega skemmtilegasta undirgrein sálfræðinnar. Mjög gaman sumsé,
Skemmtilegasta og líklega mest gefandi verkefnið hefur þó verið kennsla í s.k. grunnmenntaskóla hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Kenni þar tveimur hópum fólks á aldrinum 28-58 ára sem flest hver eru að hefja nám á framhaldsskólastigi í fyrsta sinn á ævinni. Minn hluti námsins þeirra heitir sjálfstyrking og samskipti og það er virkilega gaman að fá að kenna "venjulegu" fólki um þessi prinsipp sem ráða svo miklu um það hvernig við hegðum okkur og bregðumst við í samskiptum.
Annars forframast maður á fleiri sviðum þessa dagana. Á föstudag sat ég í pallborði á haustfundi Sálfræðingafélagsins. Man nú ekki nákvæmlega yfirskrift pallborðsins en umræðuefnið var menntun og símenntun stéttarinnar. Það gekk vel en fundurinn allur var nokkuð skemmtilegur. Að mörgu leiti var þetta eins og 80 manna sjálfstyrkingarsamkoma, sumt eldra fólki í hópnum (traumatiserað af þeim tíma þegar lítið var hlustað á þau í vinnunni) enn að minna sig á að sálfræðingar eru nú bara mjög töff lið. Við sem yngri erum þekkjum þá hlið ekki eins vel.
Í tilefni fundarins gerðist það í fyrsta sinn á minni ævi að ég flaug með áætlunarflugi gersamlega allslaus, þ.e. ekki einu sinni handfarangur; lenti á Reykjavíkurflugvelli kl 15:30 labbaði upp í Öskju og svo aftur norður kl 20:00 lenntur heima 20:45.
Ég hafði velt því fyrir mér að taka með mér bol eða skyrtu til skiptanna, svona til öryggis, en ákvað svo að svoleiðis öryggishegðun væri bara fyrir kvíðasjúklinga. Það er líka pínu töff (ekki) að tékka sig inn ekki einu sinni með skjalatösku. Í ljósi þessara vangaveltna pirraði það mig því óendanlega mikið þegar ég skvetti yfir mig kaffi á leiðinni suður og þurfti að sitja fyrir framan kollegana með stærðar kaffiblett á vömbinni miðri.
Stundir bestar...
Síðan ég kom heim frá Spáni fyrir ca. 3 vikum hef ég varla litið upp úr vinnu. Nú gæti einhver haldið að mér þætti það verra en merkilegt nokk þá er þetta mikil blómatíð. Mikið að gera á sjúkrahúsinu (full vinna) og nóg að gera í kennslu í HA þar sem ég er með heilsusálfræði í fyrsta skipti (næ að vera ca. einum kafla á undan nemendum) og almenna sálfræði sem ég er nú að keyra í þriðja sinn og því að sjóast. Svo er ég einhvers konar co-pilot í félagssálfræði sem er mögulega skemmtilegasta undirgrein sálfræðinnar. Mjög gaman sumsé,
Skemmtilegasta og líklega mest gefandi verkefnið hefur þó verið kennsla í s.k. grunnmenntaskóla hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Kenni þar tveimur hópum fólks á aldrinum 28-58 ára sem flest hver eru að hefja nám á framhaldsskólastigi í fyrsta sinn á ævinni. Minn hluti námsins þeirra heitir sjálfstyrking og samskipti og það er virkilega gaman að fá að kenna "venjulegu" fólki um þessi prinsipp sem ráða svo miklu um það hvernig við hegðum okkur og bregðumst við í samskiptum.
Annars forframast maður á fleiri sviðum þessa dagana. Á föstudag sat ég í pallborði á haustfundi Sálfræðingafélagsins. Man nú ekki nákvæmlega yfirskrift pallborðsins en umræðuefnið var menntun og símenntun stéttarinnar. Það gekk vel en fundurinn allur var nokkuð skemmtilegur. Að mörgu leiti var þetta eins og 80 manna sjálfstyrkingarsamkoma, sumt eldra fólki í hópnum (traumatiserað af þeim tíma þegar lítið var hlustað á þau í vinnunni) enn að minna sig á að sálfræðingar eru nú bara mjög töff lið. Við sem yngri erum þekkjum þá hlið ekki eins vel.
Í tilefni fundarins gerðist það í fyrsta sinn á minni ævi að ég flaug með áætlunarflugi gersamlega allslaus, þ.e. ekki einu sinni handfarangur; lenti á Reykjavíkurflugvelli kl 15:30 labbaði upp í Öskju og svo aftur norður kl 20:00 lenntur heima 20:45.
Ég hafði velt því fyrir mér að taka með mér bol eða skyrtu til skiptanna, svona til öryggis, en ákvað svo að svoleiðis öryggishegðun væri bara fyrir kvíðasjúklinga. Það er líka pínu töff (ekki) að tékka sig inn ekki einu sinni með skjalatösku. Í ljósi þessara vangaveltna pirraði það mig því óendanlega mikið þegar ég skvetti yfir mig kaffi á leiðinni suður og þurfti að sitja fyrir framan kollegana með stærðar kaffiblett á vömbinni miðri.
Stundir bestar...
Sunday, September 2, 2007
The story so far...
Hola buenas...
Sit nú í Albir thar sem ég hef verid í gódu yfirlaeti frá thví ég kom út. Plön um ad byrja ferdina med heimsókn til Andalúsíu fóru fyrir lítid, thad kemur bara sídar. Hef thó farid í köfun sem er mitt fyrsta skipti. Thad var snilld. Ekki spurning ad réttindin verda tekin í thessu sporti vid taekifaeri. Annars er planid thad ad plana sem minnst. Fer thó til Valencia á morgun og líklega Barcelona í nokkra daga í framhaldi af thví.
`Sa luego
Sit nú í Albir thar sem ég hef verid í gódu yfirlaeti frá thví ég kom út. Plön um ad byrja ferdina med heimsókn til Andalúsíu fóru fyrir lítid, thad kemur bara sídar. Hef thó farid í köfun sem er mitt fyrsta skipti. Thad var snilld. Ekki spurning ad réttindin verda tekin í thessu sporti vid taekifaeri. Annars er planid thad ad plana sem minnst. Fer thó til Valencia á morgun og líklega Barcelona í nokkra daga í framhaldi af thví.
`Sa luego
Sunday, August 26, 2007
Espanja manjana
Ég ákvað að fara betur yfir flugupplýsingarnar vegna flugsins á morgun. Ég hef nefnilega stundum misst af flugi v.þ. að ég ruglaðist á tímum. Það var sumsé eins gott að ég gerði þetta því að ég hafði staðið í þeirri trú að brottför frá Kef væri 21.25. Það aftur á móti lendingartíminn í Alicante. Brottför 14:25. Þarna var ég nú heppinn.
Annars sit ég hér heima og er að reyna að tjónka við þetta andskotans Web-CT drasl til að láta mína kæru nemendur vita af því að kennsla hefjist seinna hjá mér en öðrum kennurum. Ég er nú ekkert algjört fífl á tölvur en ég get samt sem áður ekki sagt að þetta sé sérlega notendavænt umhverfi. PIFF!
Annars sá ég dálítið magnað í fyrradag.... konu sem bakkaði bíl eftir speglum. Það gekk bara vel hjá henni.
Allamalla, það styttist í sólina svo að það er bara að hanga á geðheilsunni þangað til, stundir bestar.
Annars sit ég hér heima og er að reyna að tjónka við þetta andskotans Web-CT drasl til að láta mína kæru nemendur vita af því að kennsla hefjist seinna hjá mér en öðrum kennurum. Ég er nú ekkert algjört fífl á tölvur en ég get samt sem áður ekki sagt að þetta sé sérlega notendavænt umhverfi. PIFF!
Annars sá ég dálítið magnað í fyrradag.... konu sem bakkaði bíl eftir speglum. Það gekk bara vel hjá henni.
Allamalla, það styttist í sólina svo að það er bara að hanga á geðheilsunni þangað til, stundir bestar.
Friday, July 27, 2007
Mættur aftur....
Þeir sem til þekkja vita að ég hef málræpu. Því, eins og búast mátti við, er ég snúinn aftur. Eða þannig. Fyrir þá sem ekki vita þá eyddi ég gamla blogginu v.þ. að nemendur mínir voru greinilega orðnir á meðal minna helstu lesenda. Það er frekar spes að kenna annars vegar í háskóla (þ.e.a.s. fullorðnu fólki) og hins vegar að vinna á geðdeild og verða reglulega fyrir átroðslu (fullorðinna) nemenda utan vinnu en aldrei frá sjúklingunum.
Hver er þá heilbrigður? Jæja, jæja, með endurkomunni verður ritstjórnarstefnan einnig endurskoðuð, fréttir úr sveitinni og svo flýtur máske eitthvað annað með ef ég verð í stuði. Minna tuð og meira stuð sumsé.
Stundir bestar.
Hver er þá heilbrigður? Jæja, jæja, með endurkomunni verður ritstjórnarstefnan einnig endurskoðuð, fréttir úr sveitinni og svo flýtur máske eitthvað annað með ef ég verð í stuði. Minna tuð og meira stuð sumsé.
Stundir bestar.
Subscribe to:
Comments (Atom)
